Eftir nýliðar alþingiskosningar er ljóst að margir nýir þingmenn munu stíga í pontu og ræða málefni þjóðarinnar. Flestir þeirra munu þurfa hætta í núverandi störfum eða fara í leyfi. Einn þeirra er Ragna Sigurðardóttir læknir en hún er orðin þingmaður Samfylkingarinnar en hún var á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ragna hefur undanfarið starfað sem læknir á Landspítalnum.
Komst örugglega inn
„Lauk minni síðustu næturvakt á skurðsviði í morgun.
Það eru blendnar tilfinningar að kveðja þennan vinnustað – að minnsta kosti í bili. Ég mun sakna starfsins, og alls þess starfsfólks sem ég hef unnið með á spítalanum síðustu ár. Það hafa verið forréttindi að vinna með öllu þessu magnaða fólki sem sinnir erfiðum verkefnum, oft við krefjandi aðstæður en yfirleitt með bros á vor.
Þannig – takk. Takk fyrir samstarfið. Takk fyrir að sinna mér og mínum nánustu. Takk fyrir allt. Nú fer ég á annan vettvang og ætla að reyna hvað ég get að gera gagn. Fyrir okkar sameiginlega heilbrigðiskerfi þar sem margt er mjög vel gert – en ýmislegt má bæta,“ skrifaði Ragna við færsluna á samfélagsmiðlinum Instagram.
Samfylkingin fékk 22,9% atkvæða í kjördæmi Rögnu og náði flokkurinn inn þremur mönnum á Alþingi. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður var oddviti flokksins og Ragna var á eftir honum í 2. sæti. Þá komst Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, einnig inn sem þriðji maður