Miðvikudagur 4. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Ragna læknir kveður spítalann: „Ég mun sakna starfs­ins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir nýliðar alþingiskosningar er ljóst að margir nýir þingmenn munu stíga í pontu og ræða málefni þjóðarinnar. Flestir þeirra munu þurfa hætta í núverandi störfum eða fara í leyfi. Einn þeirra er Ragna Sigurðardóttir læknir en hún er orðin þingmaður Samfylkingarinnar en hún var á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ragna hefur undanfarið starfað sem læknir á Landspítalnum.

Komst örugglega inn

„Lauk minni síðustu næt­ur­vakt á skurðsviði í morg­un.

Það eru blendn­ar til­finn­ing­ar að kveðja þenn­an vinnustað – að minnsta kosti í bili. Ég mun sakna starfs­ins, og alls þess starfs­fólks sem ég hef unnið með á spít­al­an­um síðustu ár. Það hafa verið for­rétt­indi að vinna með öllu þessu magnaða fólki sem sinn­ir erfiðum verk­efn­um, oft við krefj­andi aðstæður en yf­ir­leitt með bros á vor.

Þannig – takk. Takk fyr­ir sam­starfið. Takk fyr­ir að sinna mér og mín­um nán­ustu. Takk fyr­ir allt. Nú fer ég á ann­an vett­vang og ætla að reyna hvað ég get að gera gagn. Fyr­ir okk­ar sam­eig­in­lega heil­brigðis­kerfi þar sem margt er mjög vel gert – en ým­is­legt má bæta,“ skrifaði Ragna við færsl­una á samfélagsmiðlinum Instagram.

Samfylkingin fékk 22,9% atkvæða í kjördæmi Rögnu og náði flokkurinn inn þremur mönnum á Alþingi. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður var oddviti flokksins og Ragna var á eftir honum í 2. sæti. Þá komst Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, einnig inn sem þriðji maður

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -