Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er látinn. Hann var 84 ára. Ragnar var landskjörinn alþingismaður á Norðurlandi vestra fyrir Alþýðubandalagið frá 1963 – 1967 og aftur frá 1971 til 1999, fyrir Alþýðubandalagið og síðar Samfylkinguna.
Ragnar var í tvígang ráðherra: menntamála- og samgönguráðherra frá 1978 til 1979 og svo fjármálaráðherra frá 1980 til 1983. Hann var 1. varaforseti Alþingis frá 1995 til 1999. Hann var formaður þingflokks Alþýðubandalagsins á fjórum tímabilum: 1971–1975, 1979–1980, 1983–1987 og 1992–1995.
Hann lætur eftir sig tvær dætur, Guðrúnu, fædd 1964, og Helgu, fædd 1967.