Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er ekki sáttur við Bjarna Benediktssonar.
Í gærkvöldi var Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gestur í Silfrinu á RÚV til að ræða helstu málefni líðandi stundar á Íslandi. Meðal þeirra hluta sem ræddir voru má nefna Grindavík og kjarasamninga og taldi Bjarni að verkalýðsfélög landsins gætu þurft að taka tillit til ástandsins í Grindavík þegar kemur að kröfum sínum í kjaraviðræðum.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tók ekki vel í þessi orð Bjarna. „Ef við setjum þetta í samhengi við stuðning ríkisstjórnarinnar við fyrirtæki í heimsfaraldrinum, þær stuðningsaðgerðir kostuðu ríkið 450 – 460 milljarða. Ef við setjum þetta í samhengi við þær aðgerðir sem farið var í eftir hrun, ástarbréfin sem voru keypt af Seðlabankanum 370 milljarðar, 600 milljarða aðgerðapakkar, þar voru heimilin skilin algjörlega eftir. Ef við setjum þessar tölur í samhengi við það sem er til inni í Náttúruhamfaratryggingasjóði og hvað þarf að bæta við til þess að bæta Grindvíkingum tapið þá eru þetta auðvitað bara smáaurar í því samhengi. Þetta er bara fyrirsláttur og mjög ógeðfellt og ósanngjarnt að nota stöðuna í Grindavík til þess að, hvað á ég að segja, vinna gegn þessum nauðsynlegu og stóru markmiðum sem við höfum sett okkur í þessum kjarasamningum,“ sagði Ragnar í viðtali við RÚV um málið.