Ragnar Þór Ingólfsson segir sérstakan stað hljóta að vera til fyrir starfsfólk Ölmu leigufélags, eftir að þeirra jarðvíst líkur.
Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson er harðorður í nýrri færslu á Facebook en tilefnið er sú gagnrýni sem Alma leigufélag hefur fengið eftir að það sendi leigjendum sínum í Grindavík greiðsluseðil fyrir janúar, þrátt fyrir þær hremmingar sem dunið hefur á þeim. Ingólfur Árni Gunnarsson framkvæmdarstjóri Ölmu leigufélags, hélt svo uppi vörnum fyrir fyrirtækið í fjölmiðlum í gær og sagði gagnrýnina ósanngjarna.
Ragnar Þór skrifaði svo í dag Facebook-færslu þar sem hann vandar leigufélaginu ekki kveðjur sínar. Segir verkalýðsforinginn að „meintur stuðningur“ félagsins við Grindvíkinga aðeins vera veittur eftir að athygli sé vakin á því opinberlega „og sú umræða sé nægilega neikvæð.“ Lokaorð Ragnars Þórs eru nokkuð harkaleg. „Það hlýtur að vera einhver sérstakur staður fyrir fólk sem hagar sér ítrekað með þessum hætti eftir að jarðvist þess líkur.“
Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
„Svona í ljósi þess að Alma leigufélag sendi öllum leigjendum sínum í Grindavík greiðsluseðil fyrir janúar mánuð. Og segja ekki koma til greina að gefa þær greiðslur eftir, sem samskipti Ölmu við leigjendur staðfesta.