Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ragnar Þór gefur í skyn að starfsfólk Ölmu fari til helvítis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnar Þór Ingólfsson segir sérstakan stað hljóta að vera til fyrir starfsfólk Ölmu leigufélags, eftir að þeirra jarðvíst líkur.

Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson er harðorður í nýrri færslu á Facebook en tilefnið er sú gagnrýni sem Alma leigufélag hefur fengið eftir að það sendi leigjendum sínum í Grindavík greiðsluseðil fyrir janúar, þrátt fyrir þær hremmingar sem dunið hefur á þeim. Ingólfur Árni Gunnarsson framkvæmdarstjóri Ölmu leigufélags, hélt svo uppi vörnum fyrir fyrirtækið í fjölmiðlum í gær og sagði gagnrýnina ósanngjarna.

Ragnar Þór skrifaði svo í dag Facebook-færslu þar sem hann vandar leigufélaginu ekki kveðjur sínar. Segir verkalýðsforinginn að „meintur stuðningur“ félagsins við Grindvíkinga aðeins vera veittur eftir að athygli sé vakin á því opinberlega „og sú umræða sé nægilega neikvæð.“ Lokaorð Ragnars Þórs eru nokkuð harkaleg. „Það hlýtur að vera einhver sérstakur staður fyrir fólk sem hagar sér ítrekað með þessum hætti eftir að jarðvist þess líkur.“

Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

„Svona í ljósi þess að Alma leigufélag sendi öllum leigjendum sínum í Grindavík greiðsluseðil fyrir janúar mánuð. Og segja ekki koma til greina að gefa þær greiðslur eftir, sem samskipti Ölmu við leigjendur staðfesta.

Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir það vera bæði ósanngjarnt og óheiðarlegt að halda því fram að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að standa með og styðja við íbúa Grindavíkur.
Leigufélagið Alma þverneitaði að losa fimm manna fjölskyldu úr Grindavík undan leigusamningi eftir að henni bauðst stærri og hentugri íbúð. Þegar vakin var athygli á málinu opinberlega skiptu stjórnendur félagsins um skoðun og ákváðu að gefa eftir.
Meintur stuðningur eigenda Ölmu til Grindvíkinga nær ekki lengra en það að ekkert fæst í gegn nema vakin sé athygli á því opinberlega og sú umræða sé nægilega neikvæð.
Það hlýtur að vera einhver sérstakur staður fyrir fólk sem hagar sér ítrekað með þessum hætti eftir að jarðvist þess líkur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -