Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Ragnar Ingi setti tappann í flöskuna fyrir 44 árum: „Ég eyddi fimmtán árum ævinnar í tóma vitleysu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gestur Sjóarans að þessu sinni er ljóðskáldið og kennarinn Ragnar Ingi Aðalsteinsson.

Ragnar Ingi er bróðir Hákons Aðalsteinssonar en að hans sögn gátu öll hans systkini ort enda var það tungumálið á heimilinu þegar hann var að alast upp. Hann rifjar það upp að faðir hans hafi verið hagyrðingur en þó hafi ekkert af hans ljóðum verið birt enda mun hann hafa lýst því yfir að það væri sjálfsagt að birta ljóð eftir hann svo lengi sem að það væru engar klámvísur eða níðvísur – en þá var víst ekkert eftir.

„Ég er einn af þessum sem hefði aldrei átt að smakka brennivín,“ segir Ragnar Ingi þegar talið barst að áfenginu en hann hætti að drekka fyrir 44 árum. „En svo gerir maður það ná samt. Það var bara svona. Ég eyddi fimmtán árum ævinnar í tóma vitleysu, bara endaleysa því að okkur Bakkusi kom ekki saman þannig að við áttum ekki samleið.“

Reynir spyr hann þá út í sjómennskuna en þegar Ragnar Ingi hafði klárað fimma bekk í framhaldsskóla ákvað hann að fara aftur á sjó en hann var á Sléttbaki. „Þetta gekk ágætlega, ég kunni allt sem þurfti að gera.“

Aðspurður hvort launin hafi verið góð á sjónum svaraði Ragnar Ingi því neitandi. „Nei það var ekki góð laun á þessum skipum og það var orðtak hjá skipsfélögum mínum að hætta til sjós og fara á togara. Þeir höfðu miklu betri tekjur á bátunum. Svo voru menn á netabátum en á minni skipum eru færri sem fá hlutinn. Það voru ekki góðar tekjur á togurunum.“

Ragnar Ingi nefndi svo ansi sérstaka aðferð sem notuð var stundum þegar illa gekk að manna togarana. „Ég vissi til þess að, en ég tók nú ekki þátt í því sjálfur en ég vissi alveg hverng það gekk fyrir sig, þegar verið var að sjanghæa menn um borð. Með því að hella menn fulla og koma þeim um borð og svo vöknuðu þeir úti á sjó. Þeir vissu ekkert hvar þeir voru og svo var bara hent í þeim galla og þeim sagt að drulla sér upp á dekk. Og þar voru menn næstu tíu daga eða svo. Þetta kom fyrir einn vin minn á Akureyri. Hann var ekki hamingjusamur með þetta,“ sagði Ragnar Ingi og hló.

- Auglýsing -

Viðtalið við Ragnar Inga má sjá í heild sinni hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -