Ragnheiður Torfadóttir, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, er látin en hún var 87 ára gömul. Mbl.is greinir frá andláti hennar. Ragnheiður fæddist á Ísafirði árið 1937 en fluttist ung til Reykjavíkur. Foreldrar hennar voru Torfi Hjartarson og Anna Jónsdóttir. Eftir grunnskólagöngu fór hún í MR þar sem hún lauk námi árið 1956. Hún hélt áfram menntaferli sínum í Háskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist með BA-gráðu í latínu og grísku árið 1961. Tíu árum síðar kláraði hún nám í uppeldis- og kennslufræði. Ragnheiður hóf að kenna í MR árið 1959 og varð deildarstjóri árið 1972. Hún varð svo að lokum rektor skólans árið 1995 og sinnti því starfi til 2001 við gott orðspor og var fyrsta konan til gegna því embætti. Ásamt því að vera kennari var hún mikill baráttukonu og var virk í starfi Bandalags Háskólamanna árum saman og var meðal annars varaformaður þess frá 1982 til 1986. Ragnheiður lætur eftir sig þrjú börn.