Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Rándýr reisa ríkisstarfsmanna til Dúbaí

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áætlaður kostnaður fyrir hvern þátttakanda umhverfis-, orku- og loftslagráðuneytisins á COP28 er frá 900.000 krónur og upp í tvær milljónir króna.

COP28 loftlagsráðstefnunni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum lýkur á morgun en gríðarlega margir Íslendingar eru þar sem fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar, fyrirtækja og félagasamtaka og fleiri aðila sem við kemur loftslagsmál.

Mannlíf sendi fyrirspurn á upplýsingafulltrúa umhverfis-, orku- og loftslagráðuneytisins, Önnu Sigríði Einarsdóttur, þar sem spurt var um kostnað og földi fulltrúa Íslands á ráðstefnunni í Dúbaí.

„Rúmlega 80 þátttakendur frá Íslandi eru skráðir á COP28 eða taka þátt í hliðarviðburðum tengdum loftslagsráðstefnunni. Í þeim hópi eru auk 12 fulltrúa hinnar opinberu sendinefndar, þingmenn og fulltrúar Reykjavíkurborgar, félagasamtaka og 18 fyrirtækja á sviði endurnýjanlegrar orku, kolefnisföngunar og –geymslu og önnur fyrirtæki á sviði grænna lausna,“ segir í svarinu en þar kemur fram að lítil breyting hafi verið á fjölda fulltrúa í opinberri sendinefnd Íslands og henni tengdri, á milli ára en að veruleg fjölgun hafi verið í hópi fulltrúa þeirra fyrirtækja sem kusu að senda á viðburði tengda loftlagsráðstefnunni.

Hvað varðar kostnað sem fylgir fulltrúum ráðuneytisins segir í svarinu að umhverfis-, orku- og loftslagráðuneytið greiði fyrir þátttöku sex fulltrúa ráðuneytisins í sendinefndinni en að áætlaður kostnaður á mann sé frá 900.000 krónur til 2.000.000 krónur, samanlagt frá 5,4 milljónum til 12 milljónum.

- Auglýsing -

„Umhverfis-, orku- og loftslagráðuneytið greiðir eingöngu kostnað vegna þátttöku 6 fulltrúa ráðuneytisins í sendinefndinni, þar með talið vegna ráðherra og aðstoðarmanns, auk þess að styrkja fulltrúa ungmenna til þátttöku á fundinum. Er þetta í þriðja sinn sem fulltrúi ungmenna er í hinni opinberu sendinefnd. Þátttaka fulltrúa ráðuneytisins í fundum og viðburðum á COP28 krefst mislangrar veru úti. Áætlaður kostnaður  pr. þátttakanda frá ráðuneytinu er því mismunandi, en getur verið á bilinu 900.000-2 m.kr. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir fyrr en eftir að Loftslagsráðstefnunni lýkur.“

Ekki gat Anna svarað fyrir önnur ráðuneyti en líklegt er að kostnaðurinn sé svipaður hjá þeim.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -