Ungmennin sem lögreglan auglýsti eftir í gær í tengslum við eldsvoðann í Hafnarfirði á mánudaginn, hafa gefið sig fram.
Samkvæmt frétt Rúv rannsakar lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu eldsvoðann í Hafnarfirði sem mögulega íkveikju. Ungmennin sem lögreglan auglýsti eftir í fjölmiðlum í tengslum við brunann gáfu sig fram í dag. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að ekkert sem fram hefur komið í samtali við ungmenninn, hafi skýrt tildrög eldsvoðans. Þá biður lögreglan staðfestingar Mannvirkjastofnunar á því að rafmagn hafi ekki verið virkt í húsinu en eigandi hússins hefur þegar sagt að ekkert rafmagn hafi verið í því. Lögreglan biður þau sem telja sig vita eitthvað sem gæti nýst rannsókninni á tildrögum eldsvoðans, að hafa samband.