Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Rannsókn á andláti karlmanns um síðustu helgi miðar vel – Meintur gerandi laus úr gæsluvarðhaldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns á þrítugsaldri um síðustu helgi miðar vel. Hinn meinti gerandi er laus úr haldi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gengur rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri um síðastliðna helgi, vel en meðal annars hefur verið rætt við vitni og farið yfir myndefni úr eftirlitsmyndavélum. Telur lögreglan sig hafa skýra mynd af atburðarásinni sem leiddi til dauða mannsins.

Karlmaður á svipuðum aldri var handtekinn í tengslum við málið eins og komið hefur fram en gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum rann út í dag. Lögreglan segir að ljóst þyki að aðkoma þess manns sé með þeim hætti að skilyrði laga um meðferð sakamála og snúa að gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, eigi ekki við. Þess vegna hafi ekki verið gerð krafa fyrir héraðsdómi um áframhaldandi gæsluvarðhald og er maðurinn því laus úr haldi. Áfram hefur hann réttarstöðu sakbornings í málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -