- Auglýsing -
Rannsókn á andláti Sigurðar Kristófers McQuillian Óskarssonar er á lokastigi en Sigurður lést þegar hann féll í Tunfljót skammt frá Geysi í byrjun nóvember en mbl.is greindi frá.
Samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi er búið að taka skýrslu af öllum sem málinu tengjast og beðið sé eftir skýrslu úr krufningu.
Sigurður var 36 ára gamall og var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils. Hann var að æfa straumsvatnsbjörgun þegar slysið átti sér stað en jarðarför hans fór fram þann 18. nóvember í Landakotskirkju.