- Auglýsing -
Rannsókn vegna árásar gengur hægt.
Rannsókn á líkamsárás í miðbænum í lok september gengur hægt að sögn lögreglu. Ráðist var á ráðstefnugest Samtakanna ’78 og er málið rannsakað sem mögulegur hatursglæpur. Endaði gesturinn með brotnar tennur og sagði að tveir einstaklingar hefðu verið að verki.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við RÚV að enginn hafi verið handtekinn og lögreglan hafi ekki neinn grunaðan um árásina.