Laugardagur 26. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Rannsókn á meintum hótunum Páls Steingrímssonar hætt: „Þetta er kjaftæði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsókn á kærumáli Þórðar Snæs Júlíussonar, Aðalsteins Kjartanssonar og Stefáns Eiríkssonar á hendur Páli Steingrímssyni, vegna hótana, var hætt á milli jóla og nýárs. Mannlíf hefur gögn málsins undir höndum.

Mannlíf hefur undir höndum lögregluskýrslur tengdum kærum fjölmiðlamannanna Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Heimildarinnar Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Heimildarinnar og Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra en þeir kærðu Pál Steingrímsson fyrir hótanir. Hinu meintu hótanir voru bæði í formi tölvupósts og samskipta á Facebook en Mannlíf fjallaði um það er Páll ræddi við fólk tengdu Samskipum um það hvaða byssu væri best að nota til að skjóta „hælbíta“ sem þremenningarnir vildu meina að ætti við um þá fjölmiðlamenn sem fjallað höfðu um hið svokallaða „Samherjamál“ en frétt Mannlífs var meðal gagna í kærumálinu.

Sjá hér: Páll Steingrímsson í óhugnanlegu samtali um „hælbíta“: „Ok hvaða cal er best að nota“

Málið gegn Páli var látið niður falla þann 27. desember síðastliðinn en í tilkynningu lögreglu sem send var á alla hluteiganda málsins kom framað að rannsókn málsins hafi verið hætt þar sem ekki hafi verið talinn grundvöllur til að halda rannsókninni áfram. Þar er þó tekið fram að ef ný sakargögn kæmu fram í málinu, væri hægt að taka rannsóknina upp aftur. Hér fyrir neðan má sjá skjalið sem Páll Steingrímsson fékk í hendur en þremenningarnir fengu sama skjal í hendurnar.


Þann 5. september 2022 mættu þeir Þórður Snær og Aðalsteinn á lögreglustöðina á Hverfisgötu og lögðu fram kæru á hendur Páli Steingrímssyni fyrir að hafa haft í hótunum við þá í gegnum tölvupóst, sem og í athugasemdum á Facebook. Daginn eftir mætti svo Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og lagði fram kæru fyrir sömu meintu hótanir.

Hér má sjá tölvupóstinn frá Páli Steingrímssyni sem þremenningarnir töldu vera hótun:

Og hér fyrir neðan má sjá skýrslu sem tekin var af Aðalsteini en sambærileg skýrsla var tekin af Stefáni og Þórði Snæ.

- Auglýsing -

Þórður Snær skilaði svo greinargerð þar sem hann rekur málið frá sjónarhorni þremenninganna en þá greinagerð má sjá hér fyrir neðan.


Þá má næst sjá brot úr samantekt úr skýrslutöku af Páli Steingrímssyni en Mannlíf birtir ekki viðkvæm smáatriði um heilsuupplýsingar fólks tengt Páli, sem fram kemur í skýrslutökunni. Þar segir hann af andlegum veikindum fyrrum eiginkonu sinnar og að samskipti hennar við Þóru Arnórsdóttur, þáverandi fréttastjóra Kastljós á RÚV, hafi verið mjög mikil og hafi haft slæm áhrif á eiginkonuna fyrrverandi. Því hafi hann sent umræddan tölvupóst en að ekki hafi það verið hótun um ofbeldi, heldur hafi hann verið að meina að hann gæti farið með málið fyrir Fjölmiðlanefnd eða til Blaðamannfélagsins, svo dæmi séu tekin.

- Auglýsing -


Eins og fram hefur komið var rannsókn málsins hætt þann 27. desember 2023 en komi fram ný gögn í málinu, getur lögreglan tekið málið upp að nýju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -