Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Rannsókn á stóra fíkniefnamálinu miðar vel – Földu 100 kíló af kókaíni í timbursendingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn hennar í stóra fíkniefnamálinu sem sagt var frá fyrir nokkru, miði vel. Eins og fram hefur komið er um að ræða tæplega 100 kg af kókaíni sem falið var í vörusendingu á leið til landsins.

Sjá einnig: Innflutningur fíkniefna – Hald lagt á tæplega 100 kg af kókaíni

Fíkniefnin voru í gámi á leið til Íslands frá Brasilíu með viðkomu í Hollandi. Hafa löggæsluyfirvöld á Íslandi og Hollandi unnið náið saman vegna málsins en kókaínið fannst í Hollandi við leit tollvarða í timbursendingu. Ástæða leitarinnar í Hollandi var byggð á upplýsingum frá íslenskum löggæsluyfirvöldum sem fengust í frumkvæðisrannsóknum á skipulagri brotastarfsemi, þar sem kom fram grunur um að mikið magn af kókaíni væri að finna í gámnum.

Eiturlyfin í Hollandi
Ljósmynd: Aðsend

Eftir að fíkniefnin fundust voru þau handlögð og gerviefnum komið fyrir í þeirra stað í gáminum. Einn maður var svo handtekinn eftir að hafa fjarlægt úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja einstaklinga sem taldist eru tengjast málinu. Voru fjórmenningarnir allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í byrjun mánaðarins og gæsluvarðhaldið var síðan framlengt yfir þremur þeirra til 14. september. Sá fjórði var færður í afplánun vegna annarra mála.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -