„Ég fékk senda tilkynningu frá rannsóknarlögreglunni um netsvindl, fjárfestasvindl, þar sem svindlararnir eru að nota mína persónu til að ljá svikunum trúverðugleika, eins og löggan orðar það. Allt miðar þetta að því að fara með fólk á síðuna Nearest Edge (lhwd7mstu.top).“ Þannig hefst færsla Gunnars Smára. Segir hann ennfremur að lögreglan hafi sagt honum að fleiri þjóðþekktir Íslendingar hefði lent í því sama.
„Síðan hefur verið til í 137 daga og er skráð í gegn um proxy og allar upplýsingar eru REDACTED FOR PRIVACY. Enda engin vafi að þarna er á ferðinni scam síða, segir löggan. Og bætir við: Þarna ertu kominn í hóp þjóðþekktra einstaklinga eins og Guðna Th., Katrínar Jakobsdóttur, Jón Gnarr, Ólafs Jóhanns og Ara Eldjárns sem öll hafa verið notuð í þessum tilgangi.“
Að lokum gagnrýnir Gunnar Smári „gervigreindarmaskínur“ á samfélagsmiðlunum.