Rannsóknarlögreglukonan Karen Ósk Þórisdóttir varð á dögunum Íslandsmeistari í íshokkí með Fjölni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vakti athygli á því í dag á Facebook að Karen Ósk Þórisdóttir, rannsóknarlögreglukona hafi á dögunum orðið Íslandsmeistari í íshokkí með Fjölni eftir sannfærandi sigur á Skautafélagi Akureyrar í lokaeinvígi keppninnar. Segir í tilkynningunni að Karen Ósk sé enginn byrjandi í íþróttinni en hún hefur æft og keppt lengi í Íshokkí, auk þess sem hún hefur leikið 15 landsleiki. Þá kemur einnig fram að sigurinn hafi verið sögulegur. „Sigurinn var jafnframt sögulegur, en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Fjölnis í hópíþrótt (meistaraflokkur) frá upphafi en Grafarvogsfélagið var stofnað árið 1988. Innilega til hamingju, Karen Ósk og Fjölnir!“