Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Rapparinn Haukur H dæmdur í fimm ára fangelsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómur var kveðinn upp í dag í Sólheimajökulsmálinu svokallaða og hlutu margir dóm í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur en snérist það um skipulagða brotastarfsemi og stórfelld fíkniefnalagabrot en Vísir greindi frá dómnum.

Einn af þeim sem dæmdur var fyrir sinn þátt málinu er rapparinn Haukur Ægir Hauksson en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að taka á móti 2,177 kílóum af kókaíni sem hafði verið smyglað til landsins.

Haukur Ægir hefur lengi gengið undir nafninu Haukur H og var einn vinsælasti rappari landsins í kringum 2013-14 og var meðal annars í hljómsveitinni Þriðju Hæðinni ásamt fleiri röppurum. Haukur hefur gefið út nokkrar plötur en síðasta útgáfa hans var árið 2021. Rapparinn hefur verið opinn með fíkniefnaneyslu sína og önnur lögbrot en í viðtali við Bíóblaður árið 2020 sagðist hann hafa verið edrú í tæp níu ár og væri orðinn trúaður fjölskyldufaðir.

Jón Ingi Sveinsson fékk sex ára dóm, Gunnlaugur Skarphéðinsson fékk fimm ára dóma og þá fengu Pétur Þór Guðmundsson og Árni Stefán Ásgeirsson hvor um sig fjögurra ára dóm. Einnig fengu Valgerður Sif Sigmarsdóttir, Tinna Kristín Gísladóttir, Thelma Rún Ásgeirsdóttir og Andri Þór Guðmundsson þriggja ára dóm.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -