Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Réðst á ferðamann í miðborginni og rændi hann – Var til vandræða við lögreglustöðina við Hlemm

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðili var til vandræða við lögreglustöðina við Hverfisgötu en ítrekað hafði verið reynt að fá manninn til að yfirgefa svæðið en án árangurs. Var hann því handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Fyrir utan hótel í miðbænum var ráðist á erlendan ferðamann og hann rændur. Ræninginn var handtekinn stuttu síðar en hann viðurkenndi verknaðinn og vísaði á verðmætin sem hann hafði rænt.

Þá var aðili handtekinn í miðborginni vegna þess að hann var með hníf á sér. Var hann fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum og honum síðan sleppt.

Ofbeldismaður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar.

Í Hafnarfirði barst lögreglu tilkynning um mann í mjög annarlegu ástandi. Var hann ósjálfbjarga sökum ölvuna og gat ekki einu sinni vísað lögreglu á heimili sitt. Fékk hann því gistingu í fangaklefa.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -