Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Refsigjald á foreldra í Árborg hækkar um helming – 3000 kr fyrir að sækja barnið mínútu of seint

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveitarfélagið Árborg hefur sent út tilkynningu til foreldra leikskólabarna vegna rúmlega helmingshækkunar á leikskólagjaldi er lúta að frávikum umsamins dvalartíma. Kostar hvert korter nú 1.911 krónur en hækkar upp í 3.000 krónur.  Breytingin á gjaldskránni tekur gildi 1. janúar 2024. Gjaldið sem um ræðir er óþekkt í sveitarfélögum innan höfuðborgarsvæðisins og víðar.

Mannlífi bárust ábendingar frá ósáttum foreldrum og forráðamönnum á svæðinu, sem jafnframt fetta fingur út í ónákvæmar tímaskráningar sem viðhafast hjá leikskólunum. Foreldri sem hafði sótt eina mínútu of seint hafði fengið skrásetta þriggja mínútna seinkun. Ónákvæmni tímaskráningarinnar er fylgifiskur þegar börnin eru sótt í útiveru, bendir foreldrið á. Þá þarf kennarinn sem fylgdist með barninu úti að fara inn til að skrá það út úr kerfinu sem tekur einhverjar mínútur.

Ef barn er sótt meira en 15 mínútum of seint eru rukkaðar aðrar þrjú þúsund krónur fyrir næsta korter. Þannig getur það kostað foreldri eða forráðamann 9000 krónur að sækja barnið þrisvar sinnum of seint. Það sama gildir ef mætt er of snemma með barnið í dagvistunina.

Tilkynningin

Í tilkynningunni sem barst foreldrum barna sem nýta sér leikskólaþjónustu sveitarfélagsins segir:

„Á 30. fundi bæjarstjórnar, 13. desember 2023, var samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg frá og með 1. janúar 2024. Gjaldskráin er aðgengileg á heimasíðu Árborgar og í við hengi í þessum pósti.

Gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma

- Auglýsing -

Í reglum um leikskóla í Árborg kemur fram að áður en leikskóladvöl barns hefst geri viðkomandi leikskóli og foreldrar með sér dvalarsamning. Með undirritun sinni staðfesta foreldrar að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá leikskóla Árborgar og reglur um leikskóla í Árborga og skuldbinda sig til að hlíta þeim eins og þær eru á hverjum tíma. Í gjaldskrá leikskóla Árborg er heimild fyrir því að innheimta gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma.

Frá og með 1. janúar 2024 hækkar gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistuartíma upp í 3000.- krónur. Þetta á við ef að börn mæta fyrir umsaminn vistunartíma eða eru sótt eftir að vistunartíma lýkur samkvæmt dvalarsamningi“

Slæm fjárhagsstaða Árborgar

Árborg er á barmi gjaldþrots en í apríl síðastliðnum var fjallað um erfiða fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og fjöldauppsagnir hjá Árborg. Álykta má að gjaldtakan og helmingshækkun hennar sé liður í að rétta slæma fjárhagsstöðu sveitarfélagsins við.

- Auglýsing -

Mannlíf fjallaði um málið í október þegar gjaldið var tekið upp. Sjá nánar:

Foreldrum í Árborg refsað fyrir að sækja börnin of seint – Tæpar 2000 kr fyrir hvert hafið korter

Uppsagnir hjá Árborg: 57 starfsmenn missa vinnuna – Laun bæjarstjóra lækka um 5 prósent

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -