Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Regína finnur enn hvorki bragð né lykt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Regína Ósk fékk Covid-19 sjúkdóminn fyrir fjórum mánuðum síðan og einn af fylgifiskum hans var að hún missti bæði bragð- og lyktarskyn. Í þættinum Ísland vaknar á K100 í morgun sagðist hún enn ekki finna bragð eða lykt af neinu, nema hvað síðustu dagana sé hún farin að finna ólykt og vont bragð af mat.

„Ég hef náttúrulega ekki fundið lykt sem mér finnst ekki góð, einhverja skítafýlu,“ útskýrir Regína. „En á móti kemur að ég finn heldur enga góða lykt. Nýjasta þróunin hjá mér, sem gerðist bara í síðustu viku, er að ég er farin að finna svona óbragð og ólykt í tíma og ótíma sem ég kalla núna Covid-bragðið og Covid-lyktina sem er svolítið ógeðsleg lykt. Svona sæt sótthreinsifýla einhver,“ sagði söngkonan sem segist fyrst hafa fundið fyrir þessu þegar hún var að drekka Pepsi Max í síðustu viku. „Ég bara: Bíddu? Er þetta eitthvað ónýtt Peps Max? Þetta hlýtur að vera vond dós eða eitthvað. En svo kom þetta líka þegar ég var að fá mér papriku.“ 

Regína upplýsir að það sé erfitt að fá nein svör frá heilbrigðisstarfsfólki um hvað séu eðlileg eftirköst sjúkdómsins og ekki sé heldur hægt að fá staðfest hvort þeir sem þegar hafa greinst með Covid-19 og myndað mótefni eigi það á hættu að smitast aftur.

„Ég er ekki sú eina sem er að díla við þetta og þeir vita ekki neitt,“ segir hún. „Þeir klóra sér bara í hausnum. Þeir segja bara: Þetta hlýtur að koma. Og það er ekki bara þetta. Það eru alls konar eftirköst. Ég til dæmis er líka að díla við að ég er mikill lestrarhestur en ég hef ekki lesið bók síðan í mars,“ sagði Regína sem segist glíma við einbeitingarskort eftir veikindin. Sömuleiðis sé hún í fullkominni óvissu um hvort hún geti smitast í annað sinn, við því fáist engin svör. „Þannig að ég er alveg að passa mig jafn mikið og allir aðrir,“ sagði Regína.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -