Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Reginn vill Eik: Kaupin myndu hindra samruna Eikur við Reiti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í kjölfar tilkynningar sem fasteignafélagið Reitir gaf út 30. júní um fyrirhugaðar viðræður stjórnar þess við stjórn fasteignafélagsins Eikar um samruna þeirra gaf stjórn fasteignafélagsins Regins út tilkynningu í morgun þess efnis að hún myndi standa við áform sín um að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar.

Kaup Regins á Eik myndu koma í veg fyrir samruna Reita og Eikur þar sem Eik yrði þá skráð af markaði og rekið sem dótturfélag Regins þar sem Reginn væri meirihlutaeigandi.

Í tilkynningunni segir að hluthafar Eikur sem fara með meirihluta hlutafjár hafi lýst yfir jákvæðum viðbrögðum við kaupunum og jafnframt að málið sé í lögbundnum farvegi og munu ákvarðanir stjórna Eikur og Reita ekki hafa áhrif það.

Reginn hefur boðað til hluthafafundar þann 4. Júlí þar sem greidd verða atvæði um tillögu að veita stjórn heimild til að gefa út nýtt hlutafé í Regin til að standa við uppgjör á tilboðinu og hluthafar hvattir til að beita atkvæðisrétti sínum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -