Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Reiknað með vaxtahækkunum út árið – Fólk borgar tugum þúsunda meira af láninu sínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég held að það séu allar líkur á því að vextir haldi áfram að hækka,“ sagði Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hún sagðist eiga von á frekari inngripum frá Seðlabanka Íslands og að vextir bankans myndu sennilega hækka út árið meðan verðbólgan er jafn mikil og raun ber vitni.

„Það mun bara verða til þess að fólk getur ekki tekið jafn hátt lán og áður, af því að greiðslubyrgðin er orðin svo há,“ sagði Una. „Þar af leiðandi mun það hafa kælandi áhrif á fasteignamarkaðinn. Ef fólk er með lán á breytilegum vöxtum, þá hafa þessar síðustu vaxtahækkanir orðið til þess að fólk sé að borga tugum þúsunda meira á mánuði í vaxtagreiðslur á láninu. Það mun alveg hafa áhrif á budduna.“

Hún sagðist í viðtalinu eiga von á því að þrýstingur á leigumarkaði geti aukist á næstunni, þar sem erfiðara sé nú orðið fyrir fyrstu kaupendur að eignast íbúð.

Una sagði verðbólguvæntingar miklar, bæði hjá heimilum og fyrirtækjum. Þrátt fyrir það er, líkt og greint hefur verið frá í fréttum, einstaklingsneysla enn mikil og kortavelta há. Því muni Seðlabanki Íslands líklega halda inngripum sínum áfram.

Una sagði þó alltaf einhverja töf á því að slíkar aðgerðir skiluðu sér út í tölur.

Líkt og áður hefur verið greint frá gera verðbólguspár ráð fyrir því að verðbólga nái hámarki í kringum 9,5 prósent í ágúst, en fari síðan hjaðnandi eftir það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -