Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Réttindalaus rútubílstjóri nappaður við að sækja erlenda ferðamenn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var réttindalaus rútubílstjóri stöðvaður þegar hann var að sækja erlenda ferðamenn í miðbænum í dag.

Ekki kemur fram hver örlög ökumannsins urðu, en ætla má að erlendu gestirnir hafi setið eftir með sárt ennið.

Þá var tilkynnt um einstakling með hníf innan klæða í Austurborginni. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að ekki reyndist vera um að ræða hníf heldur áhald því líku.

Stórtækur grillari fékk heimsókn lögreglu þegar tilkynnt hafði verið um eld á svölum hans. Sumarkáti grillarinn kyndir kannski minna undir næst.

Tilkynning barst lögreglu um umferðarslys í hverfi 104. Árekstur var á milli bifhjóls og bifreiðar, ekki eru gerð frekari skil á atvikinu og því óljóst hvort einhver hafi slasast.

Þá var tilkynnt um reyk sem í skóglendi í Mosfellsbæ og er  málið samkvæmt lögreglu nú í skoðun.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -