Starfsfólk grunnskóla sem sér um kennslu án kennsluréttinda í grunnskólum á Íslandi hefur aldrei verið fleira en á síðasta skólaári en Hagstofa Íslands greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Réttindalausu starfsfólki fjölgaði um 132 frá hausti 2022.
Ef tölur Hagstofunnar eru skoðaðar er ljóst að hlutfall kennara sem hafa ekki kennsluréttindi hefur aldrei verið hærra frá árinu 2002 en í dag er það 18,7% og voru hlutfallslega fleiri karlar án kennsluréttinda sem sáu um kennslu miðað við konur.
Aldrei fleiri karlar
Hlutfall karlkyns kennara hefur ekki verið hærra síðan árið 2003 en alls voru þeir 1.089 talsins en markvisst hefur verið reynt að fjölga karlkyns kennurum undanfarin áratug.
„Haustið 2023 störfuðu 9.475 starfsmenn í 8.415 stöðugildum í grunnskólum á Íslandi og hafði fjölgað um 0,7% frá fyrra ári. Þar af störfuðu 5.911 við kennslu,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar.
Þá hefur meðalaldur þeirra sem starfa við kennslu lækkað örlítið milli ára en meðalaldurinn er nú 46.1 en var 46,7 en segir Hagstofan að ástæðan bakvið þess lækkun sé lækkun meðalaldurs starfsfólks án kennsluréttinda úr 38,0 árum í 35,7 ár en „meðalaldur kennara með kennsluréttindi er 48,5 ár og er hann svo til óbreyttur frá fyrra ári.“