Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Reykjavíkurborg svíkur Breiðhyltinga: „Búið að draga úr stærðinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki var hlustað á vilja Breiðhyltinga um eina af vinningshugmyndunum í hugmyndakeppninni Hverfið mitt en þá kusu íbúar hverfisins hugmynd að skilti, sem Jóhann Sveinsson setti fram, þar sem fólk er boðið velkomið í Breiðholtið. Skiltið átti að vera stórt og mikið eins og þekkist í Bandaríkjunum en Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að það verði allt öðruvísi en Jóhann lagði upp með.

„Það var aðallega leiðinlegt að sjá hvað eitthvað, sem getur verið svo stórt, flott og skemmtilegt, var lagt til hliðar fyrir eitthvað sem einhverjum sem kunna meira í fræðunum finnst fallegt og meira í takt við tímann. Þetta er ekki beint það sem fólk kaus,“ sagði Jóhann Sveinsson við Vísi um málið

„Mér finnst leiðinlegt hvað er búið að draga úr stærðinni, leiðinlegt að þetta sé orðinn einhver álkassi.“

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Reykjavíkurborg hefur verið gagnrýnd fyrir furðulega hegðun þegar kemur að þessari keppni. Frægt er þegar tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson stakk upp á því að reisa litla styttu af Kayne West í Vesturbænum og var sú hugmynd sú vinsælasta í sögu keppninnar en þrátt fyrir það ákvað Reykjavíkurborg að hunsa þá hugmynd.

Þá hafa hugmyndir sem ættu að flokkast sem eðlilegt viðhald borgarinnar komist í gegn þrátt fyrir að hafa fengið fá atkvæði og má þar á meðal nefna endurbætur á skólalóðum og lýsing á göngustígum. Almannatengillinn Andrés Jónsson spurði í gær á Twitter hvort keppnin flokkist ekki sem gervi-lýðræði og þá sagði Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, árið 2018 þessa keppni vera sýndarlýðræði.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -