- Auglýsing -
Kröftugur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan hálf þrjú í nótt. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands urðu tveir skjálftar á sömu mínútu, báðir öflugir. Sá fyrri mældist 5 að stærð og sá seinni 4,7 að stærð. Fólk á höfuðborgarsvæðinu fann vel fyrir skjálftunum og samkvæmt heimildum Mannlífs vöknuðu sumir íbúar við lætin.
Um 15 skjálftar, stærri en 3, hafa mælst frá því klukkan átta í gærkvöld. Jarðskjálftahrynan síðustu daga er því óneitanlega farin að minna á þá skjálfta sem áttu sér stað skömmu fyrir eldgosið í Geldingadal.