Einstaklingur réðist á aðila á hátíðinni Í túninu heima í Mosfellsbæ í nótt, með hnífi en viðkomandi slapp við áverka þó að fatnaður hafi skorist. Gerandinn náðist ekki og lögreglan hefur ekki upplýsingar um hann að svo stöddu.
Lögregla var með talsverðan viðbúnað vegna hátíðarinnar Í túninu heima en nokkuð var um unglingadrykkju og stympingar milli ungmenna en engar alvarlegar líkamsárásir áttu sér stað. Talsverður verkefnafjöldi fylgdi þó hátíðinni.
Rétt fyrir tíu í gærkvöldi barst lögreglunni við Hlemm tilkynning um mann sem réðist að fólki með kylfu fyrir utan krá í hverfinu. Var maðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum vegna málsins.
Þá gekk maður berserksgang á hóteli rétt upp úr ellefu í gærkvöldi. Hafði hann verið með ógnandi tilburði við starfsfólk en að lokum reyndist nóg að vísa honum af vettvangi.
Rétt fyrir klukkan tvö í nótt varð aðili valdur að umferðaróhappi og reyndi að ganga á brott af vettvangi. Fannst hann skammt frá vettvangi og var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknarinnar.
01:51 Aðili verður valdur að umferðaróhappi og reynir að ganga á brott af vettvangi. Aðilinn fannst skammt frá vettvangi og var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um keyrslu undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Annar þeirra reyndist einnig hafa vopn í fórum sínum sem lögreglan handlagði.
Í Hafnarfirði var aðili handtekinn með fíkniefni í sínum fórum en hann var grunaður um sölu og dreifingu þeirra. Var hann vistaður í fangeklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá barst lögreglunni í Hafnarfirði tilkynning rétt fyrir fjögur í nótt um æstan mann við krá. Var maðurinn mjög æstur þegar lögreglu bar að garði og ekki hægt að ræða við hann. Var hann handtekinn og vistaður vegna ástandsins.