Lögmaðurinn Helga Baldvins Bjargardóttir veltir rasisma og fordómum fyrir sér í sínum nýjasta pistli. Í pistlinum segir hún frá atviki sem átti sér stað í sumar.
„Á sólríkum degi í sumar eftir yndislega sundferð með börnunum mínum var stefnan tekin á pylsuvagninn góða í Laugardalnum. Við settumst á bekk með pylsur og svala og fyrir aftan okkur settist svört móðir með börnin sín í sömu erindagjörðum. Þegar ég hélt að ekkert gæti raskað sæluvímu sundferðarinnar verður mér allt í einu litið á dóttur mína sem situr andspænis hinni fjölskyldunni og hermir eftir górillu. Hjartað tekur kipp og þúsund hugsanir þjóta í gegnum huga mér á örfáum sekúndum. Milli samanbitinna tannanna og ögn hvassara en ég ætlaði mér spyr ég hana hvað hún sé að gera, hvort hún sé að leika górillu og bið hana að gjöra svo vel að hætta þessu eins og skot,“ skrifar Helga.
Helga veltir upp spurningunni: „Er barnið mitt rasisti?“. Hún skrifar þá um að hún hafi reynt eftir bestu getu að útskýra hvað rasisma er fyrir sex ára barninu.
„Gerði ég rétt í þessum aðstæðum? Ég veit það ekki. Það eina sem ég veit er að verð að gera eitthvað. Ég ber ábyrgð á að koma þremur börnum á legg, kenna þeim hvað er rétt og rangt og leggja þeim lífsreglurnar.“
Pistil Helgu má lesa í heild sinni hérna.