„Reglulega fæ ég skilaboð í þessum dúr frá gömlum vinkonum sem ég hef sofið hjá eitthvertíman á lífsleiðinni… Þar sem þær eru spurðar um kynlífið með mér eða hvort við höfum sofið saman“
Svo hefst pistill Reynis Bergmann, eiganda veitingastaðarins Vefjunnar, sem hann birti á Facebook-síðu sinni í fyrrakvöld.
Pistli Reynis fylgja skjáskot sem hann segir koma frá vinkonu sinni og innihaldi sömuleiðis sendingar frá ónefndri blaðakonu til hennar. Auk þess eru meðfylgjandi skjáskot af spjalli Reynis við vinkonuna í gegnum samskiptaforritið Snapchat, þar sem kemur fram að hún heiti Guðrún.
Samtal Reynis og Guðrúnar á Snapchat:
Guðrún:
„Hvað seigir frægasti vinur minn ?“
Reynir:
„Frægasti ojjj þetta orð
Nei annars er ég bara flenni fín en hvernig er Gunnsan mín ?“
Guðrún:
„Haha bara stríða þér
En mig langar að seigja þér eitt það var stelpa að senda mér skilaboð og reyna að spurja mig hvort þú hafir verið vondur við mig eitthvertíman haha“
Reynir:
„Haaa ? Ertu ekki að djóka eitthvað að þessu me2 hreyfingu kannski ? Þetta er vel þreytt
Þeir/þær/það eru búnin að senda á fleirri vinkonur mínar sem ég hef sofið hjá og nánast beðið þær um að finna eitthvað til að kæra mig og koma fram obinberlega sjúkasta sem ég hef séð bara til að níðast á mer af því eg sagði ovart fukk you bla bla
Má ég spyrja áttu þetta viltu senda mer það
Gunnsa plís það þarf að stoppa þessa plönuðu glæpavinnubrögð hjá þeim á fólk sem á það ekki skilið“
Blaðakonan
Í skjáskotunum sem Guðrún sendir Reyni í framhaldinu má sjá spurningar nafnlauss aðila um kynni hennar af honum.
„Sæll Guðrún.
Ég sendi þér þennan póst í 100% trúnaði ekki sem blaðakona heldur sem kona sem hefur lent í alvarlegri nauðgun. Þekkir þú Reynir Bergmann mér var bent á að þið hefðuð sofið saman mér kemur það svo sem ekkert við en langaði bara að forvitast aðeins. vonandi er ég ekki að opna á gömul sár“
Guðrún:
„Hæhæ opna á gömul sár ? Já ég þekki hann en ekkert þannig en jú samt smá eða þekkti hann betur í den og hvað kemur þér við hverjum ég sef hjá en ef þér líður betur já ég svaf hjá honum með vinkonu minni fyrir meira að seigja svona 15 árum hvað ertu að hugsa og hver sagði þét frá þessu ég var næstum búin að gleyma þessum getnað ?“
Ónefndur sendandi:
„Okey mér langaði bara að spyrja þig var það með þínu samþykki ? Fór hann yfir einhver mörk þegar þessi atburðarás átti sér stað ég tek það fram ég er bara að hugsa um þinn hag og þína líðan bara sent í kærleika.
Mér var bent á að þið hafið sofið saman inn á lokaðri grúppuná facebook þar sem er verið að reyna að finna meinta gerendur ofbeldis hvort sem það er andlegt líkamlegt eða kynfærislegt“
Guðrún:
„Ertu að grínast ??
Af hverju ert þú að spá í mínum hagsmunum sem gerðust fyrir 15 árum ertu að spyrja hvort hann hafi meitt mig eða nauðgað ÞÁ ER SVARIÐ NEI viltu fá nafnið á stelpunni sem var með okkur kannski líka vonandi hugasru jafn fallega til hennar eins og þú gerir til mín
Er í alvöru verið að ræða kynlíf fólks inn á lokaðri grúppu viltu vinsamlega sjá þig þess að mitt nafn fari út af þessari grúppu og það strax“
Ónefndur sendandi:
„Nei ég vill það nafn alls ekki vildi bara aðeins fá að forvitnast ég biðst en og aftur afsökunar á þessu og ég skal láta eyða út þínu nafni og takk fyrir spjallið.“
Reynir segir þrýstingi og heilaþvotti beitt
Í pistli sínum segir Reynir, um það meinta áreiti sem vinkonur hans hafa mátt þola:
„Eitt málið gekk svo rosalega langt að það var verið að reyna að fá konu sem ég svaf hjá nokkrum sinnum til að koma fram í podcast þætti sem var klárlega settur upp til að taka mig af lífi (vegna orða sem ég sagði óhugsað fyrir nokkrum mánuðum og baðst strax afsökunar á) með sameiginlega átaki nokkra aðila og blaðamanns.
Og átti hún að seigja að ég hafi nauðgað sér og ef ég hefði verið henni reiður áttu menn að stúta mér(hún átti að fá fullt backup) það var þjarmað svo að henni að hún hringdi í mig hágrátandi og sagðist næstum hafa trúað þessu upp á mig því mind fokkið og sannfæringarkrafturinn var svo rosalegur.
Þessi stelpa er btw ennþá rosalega góð vinkona mín og stóð ég þétt við bakið á henni þegar hún lenti í alvarlegri nauðgun sem hún kærði árið 2004. Og næstum því var þessi stelpa bara kominn fram í podcasti og ásaka mig um það sama vegna þrístings og heilaþvotts.“
Líkindin
Á samfélagsmiðlum hefur nokkuð borið á því að fólk setji spurningamerki við uppruna færslanna sem sjá má í skjáskotum Reynis. Þegar vel er að gáð megi nefnilega sjá þar nokkur líkindi á milli skrifa Reynis, Guðrúnar vinkonu hans og ónefndu blaðakonunnar.
Til að mynda nota allir þrír aðilarnir stafabil fyrir framan spurningamerki.
Öll þrjú hafa sömuleiðis nokkuð líkt ritfæri. Til dæmis er ekkert þeirra er gjarnt á að nota punkta í máli sínu.
Bæði Reynir og meint blaðakona nota orðalagið „lent í alvarlegri nauðgun“.
Bæði Reynir og Guðrún vinkona hans skrifa „seigja“ í staðinn fyrir „segja“.
Öll eru þau gjörn á að setja tvöfalt bil á milli orða.
Bæði Reynir og Guðrún vinkona hans skrifa „eitthvertíman“ í staðinn fyrir „einhvern tíma“.
Athugulir notendur Twitter virðast ekki hafa farið varhuga af líkindunum, ef marka má umræðuna þar – en sitt sýnist hverjum.
Ekki náðist í Reyni Bergmann við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.