Þriðjudagur 29. október, 2024
5.1 C
Reykjavik

Rifjar upp orð Skúla í kjölfar tilkynningar Strætó: „Algjörlega tilgangslaust“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Strætófarþegar munu þurfa passa sig á að svindla sér ekki í strætó en Strætó bs. mun eftir áramót sekta fólk sem svindlar sér í strætó. Munu einkennisklæddir strætóverðir sjá um slíkt. 

„Við erum komn­ir með heim­ild til þess bregðast við þegar menn borga ekki rétt far­gjald,“ sagði Jó­hann­es Svavar Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó bs., í sam­tali við mbl.is. „Framtíðar­plön­in okk­ar á næstu miss­er­um er að fjölga skönn­um í vögn­um, alla veg­anna á ein­hverj­um leiðum þar sem við vit­um að marg­ir eru að koma um borð á sama tíma,“ og sagði Jóhannes að þrjú til fjögur stöðugildi myndu bætast við vegna ráðninga eftirlitsmanna. Munu starfsmennirnir skanna miða farþega, hvort sem þeir eru rafrænir eða ekki.

Twitter-notandinn Birkir rifjar upp orð Skúli Halldórssonar í tilefni aðgerða Strætó bs. en Skúli starfaði árum saman hjá SVR, forvera Strætó bs.. Meðal verkefna sem Skúli sinnti var að skoða strætómiða hjá farþegum en Skúli enntist aðeins einn dag í því starfi.

„Reynsla mín eftir tvo tíma var sú að þetta væri algjörlega tilgangslaust. Þegar ég bað t.d. konu eina að sýna mér miðann sinn svaraði hún hranalega: Hvaða andskotans miða. Ég hefi engan miða frekar en aðrir. Það fleygja allir miðanum í gólfið. Þú getur fengið miða ef þú nennir að beygja þig.

Daginn eftir tilkynnti ég forstjóranum að ég væri hættur.“

Þessi orð ritaði Skúli í bréfi til SVR í tilefni 60 ára afmælis SVR. Hægt er að lesa allt bréfið hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -