Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ríflega helmingur ökumanna notar síma undir stýri – Sláandi niðurstöður Samgöngustofu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rúmlega fjórðungur Íslendinga lætur símanotkun annarra í umferðinni trufla sig mikið en nota samt sjálf símann undir stýri. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup fyrir Samgöngustofu sem framkvæmd var í júní 2024. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Samgöngustofu.

Í maí ýttu Sjóvá og Samgöngustofa úr vör herferðinni Ekki taka skjáhættuna. Markmið hennar er að vekja athygli á þeirri hættu sem skjánotkun skapar í umferðinni. Töluverð umfjöllun hefur verið um herferðina og ákvað Samgöngustofa því að láta kanna aftur viðhorf ökumanna til farsímanotkunar undir stýri.

Samkvæmt fréttatilkynningunni eru niðurstöður könnunarinnar þær að næstum helmingur ökumanna segir farsímanotkun annarra í umferðinni trufla sig mjög mikið eða frekar mikið, eða 45,7 prósent, og 30 prósent segja hana trufla sig lítið sem ekkert. Um 60 prósent af þeim 45,7 prósentum sem truflast mikið af símanotkun annarra nota símann sjálf við akstur og því er rúmlega fjórðungur Íslendinga í þeim hópi fólks sem truflast af símanotkun annarra í umferðinni en notar þó símann sjálft undir stýri.

Rúmlega helmingur ökumanna á það til að nota farsímann undir stýri.

54,1 prósent eiga það til að nota farsímann á ferð og 55,4 prósent eiga það til að nota hann á rauðu ljósi sem bendir til að nánast allir sem eiga það til að nota símann á rauðu ljósi gera það líka á ferð. Athygli vekur að mjög fáir eru með harða afstöðu gagnvart því að nota símann aðeins á rauðu ljósi en aldrei á ferð.

Í ljós kom að 10,6 prósent nota alltaf akstursstillingu á farsíma, fáir nota hana stundum, sjaldan eða oft. Einnig kom fram að 23,8 prósent vita af henni en nota hana ekki og 56,1 prósent hafa ekki heyrt um hana. Hér er því rými til úrbóta en akstursstilling er góð leið til að hafa hemil á símanotkun undir stýri.

- Auglýsing -

Fram kemur í fréttatilkynningunni að herferð Sjóvá og Samgöngustofu, Ekki taka skjáhættuna varpi ljósi á þá símanotkun sem á sér stað undir stýri í dag og er henni líkt við sambærilega notkun tækja sem frekar voru notuð á síðustu öld. Sem dæmi hefði engum dottið í hug, hvorki á síðustu öld né núna, að skrifa bréf á ritvél samhliða því að aka bíl en sú hegðun er í raun sambærileg við að skrifa skilaboð á síma. Truflunin er sú sama, það er að segja, hugurinn snýr sér að skilaboðunum og við erum ekki með athyglina við aksturinn. Hættan er sambærileg en af einhverjum ástæðum samþykkjum við aðra hegðunina en ekki hina.

Hægt er að kynna sér átakið á vefsíðunni https://skjahaetta.is/. Þar má nálgast góð ráð og upplýsingar til að sporna gegn akstri undir skjáhrifum en þar er einnig að finna fræðslumyndbönd sem sýna hvernig setja á upp akstursstillingu fyrir farsíma. Þannig má forðast það að taka skjáhættu í umferðinni og stuðla með því að eigin öryggi og annarra.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -