Ólafur Haukur Símonarson gagnrýnir skotveiðimenn nútímans harðlega á Facebook.
Rithöfundurinn og leikritaskáldið Ólafur Haukur Símonarson finnst lítið til koma skotveiðifólki nútímans samkvæmt nýrri Facebook færslu hans. Segir hann þá ganga þungvopnaða í rjúpnaveiðina, vel græjari af allskyns græjum og segir þau hljóta að hafa „sérstaklega gaman af því að myrða hjálparlausan hænsnfugl í návígi.“ Þá segir hann veiðimennina flesta moldríka og ættu að finna sér annað „sport“.
Hér má lesa færslu Ólafar Hauks:
„Að veiða sér til matar af því að maður er hungraður, eða skjóta fugla sér til gamans er tvennt ólíkt. Þeir sem ganga þungvopnaðir til rjúpna, með nýjustu græjur, GPS-staðsetningartæki, fjölskotabyssur, nætursjónauka, í felubúningum, jafnvel rafhituðum al-göllum, þeir/þau hljóta að hafa sérstaklega gaman af því að myrða hjálparlausan hænsnfugl í návígi. Venjuleg er þetta efnað fólk sem er ekki að veiða fugl sér til matar, nei, skotveiðimenn nútímans eru oftast á 10 milljón króna jeppum og líta á veiðarnar sem „sport“. Fólk með velmegunarýstru ætti að finna sér annað „sport“. Hvernig væri að fara með myndavél til rjúpna og taka fallegar ljósmyndir af þessum prúða, saklausa fugli?“