Mánudagur 23. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Ríkið greiðir rúmar 149 milljónir í biðlaun 25 þingmanna: Brynjar sá eini sem er hættur á biðlaunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Af þeim 25 þingmönnum sem hættu á þingi eftir síðustu alþingiskosningar er Brynjar Níelsson sá eini sem þiggur ekki lengur biðlaun.

Kostnaður ríkissjóðs vegna biðlauna til áramóta eru 95.120.414 krónur.

25 fráfarandi þingmenn áttu rétt á svokölluðum biðlaunum eftir síðustu alþingiskosningar; alþingismaður sem setið hefur eitt kjörtímabil eða lengur á rétt á biðlaunum þegar hann hættir.

Hafi hann setið í eitt kjörtímabil á hann rétt á biðlaunum í þrjá mánuði, en sex mánuði hafi henn setið í tvö kjörtímabil eða lengur.

Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi, eða 1.285.411 krónur á mánuði.

Ef þingmaður hlýtur annað starf meðan hann er á biðlaunum falla biðlaunin niður, ef laun fyrir hið nýja starf eru jafnhá eða hærri en biðlaunin.

- Auglýsing -

Ef hin nýju laun eru hinsvegar lægri en biðlaunin skerðast biðlaun þingmannsins um það sem hinum nýju launum nemur.

Af þeim 25 þingmönnum sem urðu frá að hverfa eftir kosningar eru tíu sem áttu rétt á biðlaunum í þrjá mánuði, en fimmtán í sex mánuði.

Brynjar Níelsson var að meðal þeirra síðarnefndu og eru þeir því orðnir fjórtán talsins.

- Auglýsing -

Um áramótin falla þeir af biðlaunum sem áttu rétt á þremur mánuðum.

Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og rekstrarstjóra Alþingis hætti Brynjar Níelsson á biðlaunum í desember, þegar hann hóf störf hjá dómsmálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra.

Miðað við þær upplýsingar er kostnaður ríkissjóðs vegna biðlauna fráfarandi þingmanna þá kominn upp í 95.120.414 krónur í heildina nú um áramótin.

Að öllu óbreyttu fá fjórtán þingmenn biðlaun í þrjá mánuði í viðbót – nema einhver þeirra hljóti annað starf.

Áætlaður kostnaður við biðlaun þeirra er því 53.987.262 krónur eftir áramót.

Áætlaður heildarkostnaður vegna biðlauna fyrrverandi þingmannanna 25 er því, að öllu óbreyttu, 149.107.676 krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -