Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Ríkið semur við Færeyjar um fiskveiðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í tilkynningu frá stjórnarráðinu er greint frá því að Ísland og Færeyjar hafi náð samkomulagi um fiskveiðar fyrir árið 2025. Ríkin semja um skiptingu fiskveiðihagsmuna til eins árs í senn innan rammasamnings sem undirritaður var af utanríkisráðherrum ríkjanna í október 2022.

Á ársfundi ríkjanna sem fór fram föstudaginn 6. desember var ákveðið að endurtaka fyrirkomulag skiptinga frá fyrri árum að sögn stjórnarráðsins. Eins og áður munu bæði ríki hafa heimild til að veiða kolmunna og norsk-íslenska síld í lögsögum hvors annars. Færeysk skip fá enn fremur leyfi til veiða á 5.600 tonnum af botnfiski á Íslandsmiðum. Einnig úthlutun loðnu ef kvóti verður gefinn út til veiða á loðnu.

Ísland fær að auki heimild til veiða á 1.300 tonnum af makríl í færeyskri lögsögu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -