Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur lokið við úthlutun styrkja til hagnýtingar og innleiðingar íslenskrar máltækni fyrir styrkárið 2024 samkvæmt tilkynningu Almannaróms.
„Verkefnastjórn máltækniáætlunar, sem í sitja tveir fulltrúar Almannaróms og einn fulltrúi ráðuneytis menningarmála, gerði tillögur til ráðherra að styrkveitingum styrkársins 2024. Alls bárust verkefnastjórninni 23 umsóknir fyrir samtals rúmlega 193 m.kr. Til úthlutunar á styrkárinu voru 60 m.kr. skv. máltækniáætlun,“ segir í tilkynningunni.
„Styrkirnir eru ætlaðir til að styðja við þróun og innleiðingu hagnýtra endalausna sem byggja á máltækni. Styrkveiting er háð því að verkefni styðji við meginmarkmið máltækniáætlunar um að gera íslensku gjaldgenga í stafrænum heimi og stuðli að aukinni notkun á íslensku í tæknivörum og hugbúnaði.“
Hér fyrir neðan er hægt að lesa um þau verkefni sem fengu styrk:
Landspítali: Talgreining á samtölum við sjúklinga
Styrkur: 14.590.000 kr.
Iris Edda Nowenstein: ALDA – máltækni fyrir talmeinafræðinga
Styrkur: 7.000.000 kr.
Sundra ehf.: Sjálfvirk textun og þýðingar fyrir íslensk myndbönd
Styrkur: 6.580.000 kr.
Ríkisútvarpið: Sjálfvirk textun beinna útsendinga
Styrkur: 6.050.000 kr.
Grammatek: Ljóslestur fyrir talgervingarforritið Símaróm
Styrkur: 5.062.000 kr.
Bara tala: Spjallmenni fyrir íslenskukennslu
Styrkur: 4.750.000 kr.
Grammatek: Nýjar talgervilsraddir fyrir Símaróm
Styrkur: 4.500.000 kr.
Hljóðbókasafn Íslands: MathCAT Íslands – hugbúnaður sem gerir talgreinum kleift að lesa STEM-formúlur
Styrkur: 3.842.575 kr.
Miðeind: Málstaður – samantekt og einföldun á texta
Styrkur: 2.250.000 kr.
Miðeind: Erlendur – þýðingarkerfi innleitt í kerfi Landspítala
Styrkur: 2.250.000 kr.
KatlaCode: Sjálfvirknivæðing klínískrar kóðunar hjá Landspítala
Styrkur: 2.000.000 kr.
Miðeind: Málrýnir innleiddur í ritstjórnarumhverfi RÚV
Styrkur: 1.125.000 kr.