Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Ríkisbankinn leynir kaupskjölum: „Landsbankinn er undanþeginn upplýsingalögum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fáir hlutir hafa valdið jafn miklu uppnámi í samfélaginu það sem af er ári og bindandi kauptilboð sem Landsbankinn gerði í tryggingarfélagið TM fyrr í mánuðinum. Margir hafa gagnrýnt tilboðið harkalega og er Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir fjár­málaráðherra einn af þeim gagnrýnendum en hún telur ekki rétt að banki sem er í ríkiseigu sé að kaupa tryggingarfélag.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, hefur reynt að tala sig í kringum vandamálið sem bankinn hefur bakað með þessum kaupum og heldur því fram að Landsbankinn sé ekki ríkisfyrirtæki.

„Það er mikilvægt að hafa í huga að Landsbankinn er ekki ríkisfyrirtæki. Landsbankinn er almenningshlutafélag í eigu ríkisins og starfar á samkeppnismarkaði. Við verðum því að huga að því að viðhalda og auka verðmæti félagsins fyrir hluthafa. Út frá þeim sjónarmiðum erum við að ráðast í þessi kaup,“ lét Lilja Björk hafa eftir sér en íslenska ríkið á rúmlega 98% hlut í bankanum.

Mannlíf sendi fyrirspurn á Landsbankann og bað um að fá afrit af kauptilboði bankans á grundvelli upplýsingalaga.

„Landsbankinn er undanþeginn upplýsingalögum,“ var svar Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, við fyrirspurninni en í lögum um upplýsingalög er að finna nokkrar utantekningar og á það við í tilfelli Landsbankans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -