Laugardagur 2. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

Ríkiskaup ræður nýjan starfsmann þrátt fyrir hagræðingu – Starfið auglýst mánuð fyrir uppsagnir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkiskaup réði starfsmann til starfa nýverið þrátt fyrir að hafa sagt upp fjórum vönum starfsmönnum vegna „hagræðingar.“

Sjá einnig: Sara rekur fólk frá Ríkiskaupum og starfsfólki brugðið: „Nei, þetta er hagræðing“

Ráðið var í starf sérfræðings í gögnum og greiningum en samkvæmt heimildum Mannlífs er um glænýja stöðu að ræða hjá ríkisstofnuninni. Samkvæmt sömu heimildum kunnu allir verkefnastjórar að gera greiningar á innkaupum en eftir að Sara Lind Guðbergsdóttir var ráðin til bráðabirgða sem forstjóri Ríkiskaupa, var ráðinn Gagna- og greiningarstjóri, auk hins nýja starfsmanns, sem, samkvæmt heimildarmanni Mannlífs, tekur til starfa eftir að fólk sem kann þetta starf, var sagt upp vegna fjárhagslegrar hagræðingar.

Mannlíf sagði frá því í september að fjórir reynslumiklir starfsmenn hafi verið sagt upp störfum hjá Ríkiskaupum en Sara Lind Guðbergsdóttir, tímabundinn forstjóri stofnunarinnar sagði að uppsagnirnar væru komnar til „vegna rekstrarlegra ástæðna.“ Sagði hún þá ekki standa til að ráða nýja starfsmenn í stað þeirra sem hættu. „Nei, þetta er hagræðing vegna rekstrarlegra ástæðna, þannig að við höfum ekki svigrúm til að ráða í þessar stöður, eðlilega ekki.“

Sara Lind sagði í samtali við Mannlíf að hin nýja staða hafi verið auglýst þann 11. ágúst síðastliðinn, tæpum mánuði áður en fjórmenningunum var sagt upp. Aðspurð hvort svigrúmið hefði aukist frá því í haust svaraði Sara Lind: „Starfið var auglýst 11 ágúst síðastliðinn og var fjármagnað með sérstöku framlagi til eflingar greiningargetu stofnunarinnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -