Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn á meintri skipulagningu hryðjuverka. Ástæðan er sú að ættingi hennar tengist málinu á einhvern hátt. Koma þetta fram hjá Sveini Ingibergi Magnússyni yfirlögregluþjóns hjá héraðssaksóknara, á fréttamannafundi lögreglu síðdegis.
Lögreglan hélt mjög að sér upplýsingum um málið á fundinum og það átti einnig við um ættingja Sigríðar en hvort kom fram hver ættinginn er, né á hvaða hátt hann tengist málinu.
Sagðist lögreglan hafa farið í 17 húsleitir og lagt hald á um 60 munum með rafrænum gögnum á borð við síma og tölvur, við rannsókn málsins. Hafa gögn úr þeim verið send lögregluliðum erlendis, bæði á Norðurlöndum og Europol. Ekki vildi lögreglan gefa upplýsingar um grun um tengsl grunaðra við erlenda öfgahópa né aðdáun þeirra á Anders Behring Breivik.
Þá kom fram á fundinum að lögreglan hafi handtekið fleira fólk en þá fjóra sem upprunalega voru handteknir en aðeins tveir séu nú í gæsluvarðhaldi.
Hér má sjá brot af því sem lögreglan hefur lagt hald á við rannsókn málsins: