Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum á líðandi ári en greiddi ríkissjóður tæplega 240 milljónir króna í rekstur bifeiða og laun bílstjóra á árinu.
Bílarnir sem eru fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar eru tólf talsins. Nýju bílarnir þrír kostuðu níu milljónir króna hver en allir bílarnir eru sannkallaðar glæsikerrur.
Flestir eru þeir svartir frá Audi, Volvo, Mercedes Benz og Toyota.
Fjallaði Vísir um málið í dag en samkvæmt svari frá þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins hefur kostnaður við rekstur bílanna aukist síðasta árið.
Samkvæmt útreikningi má því áætla að útgjöld vegna bílanna á komandi ári verði rúmlega 200 milljónir króna.