Björn Birgisson samfélagsrýnir bendir á þá staðreynd að ef gengið yrði til alþingiskosninga í dag, næði ríkisstjórn Íslands ekki nema 15 þingsætum af 63 sem í boði eru.
Samfélagsrýnirinn og fyrrum ritstjórinn Björn Birgisson, skrifaði Facebook-færslu þar sem hann talar um niðurstöður nýjust skoðanakönnunar Maskínu, sem sýnir afhroð Sjálfstæðisflokksins í fylgi á landsvísu. Yrði kosið í dag, næði ríkisstjórnin ekki nema 15 þingmönnum inn.
„Síðasta könnun Maskínu á fylgi flokkanna er í raun býsna ótrúleg og þess vegna verður afar fróðlegt að sjá nýja Gallup könnun eftir fáeina daga.
Það þýðir að 22 þingsætum væri stjórnin að tapa.“ Þannig hefst færsla Björns en í seinni helming færslunnar segir hann það ólýðræðislegt að fylgislaus ríkisstjórn „hangi við völd“ vegna útkomu kosninga þremur árum áður.