Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Risa furðufluga svífur um Kringluna: „Skína ljósi á fallegu og glaðlegu hliðar lífsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alda Ægisdóttir er 23 ára myndlistarnemi en hún er á öðru ári sínu í Listaháskóla Íslands. Hún hefur nú búið til í samstarfi við Kringluna, fjögurra metra langa flugu sem hangir í miðri Kringlunni frá deginum í dag til 25. október.

Alda
Ljósmynd: Aðsend

„Mér finnst þetta verk sérstaklega spennandi af því að ég vil gjarnan að listin mín sé aðgengileg fyrir almenning. Það er svo afmarkaður hópur sem mætir allajafna á listasýningar, og fólkið sem ég vil ná til eru ekki endilega þeir sem hafa stúderað myndlist. Til dæmis hafa börn verið mjög hrifin af verkum mínum,“ segir Alda í samtali við Mannlíf og heldur áfram: „Á tímum eins og í dag þar sem margt slæmt er að gerast í heiminum, finnst mér listin gegna mikilvægu hlutverki við að skína ljósi á fallegu og glaðlegu hliðar lífsins. Flugan mín í Kringlunni tilheyrir heimi sem ég hef verið að þróa með innblæstri frá náttúrunni, teiknimyndum og öðrum myndlistarmönnum.“

Alda er með sýningu sem heitir Útópía á Borgarbókasafninu Grófinni með verkum sem tilheyra öll sömu veröld en sýningunni líkur næstkomandi sunnudag, 23. október. Þá er 66 gráður Norður einnig með nokkra skúlptúra úr þessum heimi Öldu í búðargluggum sínum á Hafnartorgi en verslunin keypti skúlptúrana af Öldu fyrr í haust.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -