Laugardagur 26. október, 2024
4 C
Reykjavik

Risahvalur hvolfdi báti – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Veiðimenn undan ströndum New Hampshire í Bandaríkjunum eru heppnir að vera lifandi eftir að hnúfubakur stökk upp úr sjónum og lenti á báti þeirra með þeim afleiðingum að bátinn hvolfdi en atvikið átti sér stað á þriðjudagsmorgun.

Vinirnir Ryland Kenney og Greg Paquette voru um borð og var Kenney aðeins nokkra metra frá hvalnum þegar hann stökk upp. Talið er að hvalurinn hafi verið að borða en á svæðinu var mikið æti að sögn hvalasérfræðinga. Kenney og Paquette var fljótlega bjargað af nærliggjandi veiðimanni og voru þeir með öllu ómeiddir og var báturinn dreginn í land. Landhelgisgæsla Bandaríkjanna sendi í framhaldinu aðvörun um hættu til nærliggjandi báta.

Eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan er um risastórt dýr að ræða en fullorðinnn hnúfubakur er í kringum 15 metra langur og allt að 40 tonn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -