Sunnudagur 15. september, 2024
9.5 C
Reykjavik

Róbert Spanó húðskammar dómsmálaráðherra: „Þetta snýr ekki að persónu vararíkissaksóknara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það verður ekki sagt að Róbert Spanó, einn virtasti lögmaður í sögu Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, gefi Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra Íslands, háa einkunn fyrir hvernig hún tók á máli Helga Magnúsar Gunnarssonar en hann greinir frá skoðun sinni um málið í aðsendri grein á Vísi.

Eftir miklar vangaveltur ákvað Guðrún að víkja Helga ekki úr starfi vararíkissaksóknara en Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafði farið fram á það í kjölfar ummæla sem Helgi hefur látið falla á opinberum vettvangi um ýmiss konar mál en Helgi fékk áminningu í starfi árið 2022 fyrir hegðun sína.

„Mál þetta snýr ekki að persónu vararíkissaksóknara heldur sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu. Fáum ef nokkrum stjórnvöldum er fengið jafn mikið vald og ákærendum. Ákvörðun um saksókn er ríkt inngrip í líf fólks. Eru því gerðar miklar lagakröfur til óhlutdrægni ákærenda og almenns hæfis þeirra, ekki síst æðstu embættismanna, ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Um þá gilda að jafnaði sömu kröfur og gerðar eru til dómara og tjáningarfrelsi þeirra settar ríkari skorður en almennt eiga við um opinbera starfsmenn,“ skrifar Róbert meðal annars.

Ekki lagalega tæk

Skoðun Róberts er að dómsmálaráðherra hefði átt „að leysa vararíkissaksóknara úr embætti um stundarsakir eins og ákvæði starfsmannalaga gera ráð fyrir. Með því hefði ráðherra, sem bar að taka þessa ákvörðun sem stjórnvaldshafa, en ekki stjórnmálamanni, réttilega staðið vörð um þá ríku almannahagsmuni sem liggja til grundvallar sjálfstæðu og trúverðugu ákæruvaldi í landinu.“

Þá segir hann að þau rök sem sett hafi verið fram að Helgi Magnús hafi mátt tjá sig í ljósi sérstakra aðstæða ekki lagaleg tæk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -