Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Rocio Berta er sökuð um að hafa yfir 80 milljónir króna af öldruðum og heilabiluðum systrum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rocio Berta Calvi Lozano er bólivísk kona sem sökuð er um fjársvik gagnvart tveimur öldruðum og heilabiliðum systrum. Þriðji dagur í aðalmeðferð gegn Rocio fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún er meðal annars sökuð um að hafa notað tæplega 80 milljónir króna af bankareikningum systranna í sig sjálfa.

Systurnar eru fæddar árið 1928 og 1929, þær eru báðar ógiftar og barnlausar en áttu margar eginir, þar á meðal nokkrar íbúðir í Reykjavík. Árið 2006 var yngri systirin lögð inn á hjúkrunarheimili og fékk eldri systirin þá umboð til að sjá um fjármál systur sinnar. Árið 2012 fékk svo Rocio umboð frá eldri systurinni og með því fékk hún aðgang að öllum fjármálum beggja systranna.

Rocio tók þá hátt í 80 milljónir út af reikningum systranna og notaði peninginn bæði í sig sjálfa og fjölskyldu sína. Þá hafði hún ýmsa verðmæta muni af heimili eldri systurinnar. Rocio var einnig gerð einkaerfingi systranna en þær gerðu nýja erfðaskrá eftir að hún tók við fjármálum þeirra.

Vitni í málinu þótti Rocio hafa einangrað eldri systurina frá umheiminum, aftengt dyrabjöllu á heimili hennar og tengt símann hennar við sinn eigin. Hún leyfði fólki örsjaldan að fá samband við konuna. Þegar systkinabörn konunar tóku eftir öryggismyndavél heima hjá henni var ákveðið að flytja hana út úr íbúðinni og á hjúkrunarheimili. Vitni sögðu einnig hafa verið erfitt að tala við konuna þar sem Rocio var alltaf með henni. Meðal vitna voru nágrannar systranna í fjölbýlishúsi þar sem þær áttu fimm íbúðir og bjuggu í einni þeirra. Vitni sögðu foreldra Rocio búið í einni íbúðanna um tíma, einnig dóttir hennar og bræður. Á meðal vitna var einnig húsvörður hússins en hann greindi frá því að Rocio hafi ekki viljað að dyrabjallan í íbúð konunnar yrði löguð

Ákæran á hendur Rocio er alls 52 blaðsíður, hún er sökuð um að hafa nýtt sér andlegt ástand systranna í þeim tilgangi að hafa af þeim pening og gera sig að næstum öllum eignum systranna. Rocio var í verulega slæmri fjárhagslegri stöðu þegar hún tók yfir fjármálum systranna og skuldaði yfir hundrað milljónir. Hún var einnig atvinnulaus og tekjulaus þegar hún sinnti eldri systurinni.

Rocio neitar allri sök í málinu. Lögmaður hennar, Sigurður G. Guðjónssin lýsti í greinagerð sinni djúpri vináttu á milli Rocio og eldri systurinna. Systirin hafi valið að vera með Rocio og vildi endurgjalda henni með því að arfleiða hana að eignum sínum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -