Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Röð fyrir utan Örninn dag eftir dag: „Þetta hefur verið algjör sturlun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Löng röð hefur myndast fyrir utan hjólaverslunina Örninn undanfarna daga. „Þetta hefur verið algjör sturlun, það hefur verið röð hérna fyrir utan í tæpar tvær vikur,” segir Snorri Ólafur Jónsson sem sér upp innkaup og rekstur hjá Erninum.

Hann segir óvenju mikið að gera þessa dagana, mun meira núna ef miðað er við sama tíma í fyrra.

Sökum þess hve mikið er að gera þarf fólk að bíða í röð fyrir utan svo hægt sé að tryggja það að viðskiptavinir geti haldið hæfilegri fjarlægð inni í versluninni.

„Það hefur orðið mikil söluaukning á milli ára. Og svo er líka búið að vera vitlaust að gera í netversluninni hjá okkur,“ segir Snorri.

En hvað er fólk að kaupa?

„Fólk er að kaupa ný hjól, alls konar búnað og varahluti. Dekk, slöngur, keðjur, olíur og fleira. Fólk er að koma sér af stað fyrir sumarið. Það virðist vera mikill hugur í fólki þar sem verkstæðið okkar er uppbókað næstu vikurnar, næsti lausi tími er í kringum 11. maí,“ segir Snorri.

„Fólk er að kaupa ný hjól, alls konar búnað og varahluti.“

- Auglýsing -

Hann segir að um leið og hert samkomubann tók gildi og líkamsræktarstöðvum landsins var lokað hafi nánast allur lagerinn af þrektækjum selst upp. Þá hefur einnig orðið „sprenging“ í sölu rafmagnshjóla að sögn Snorra.

Snorri segir hjólreiðar vera fullkomna afþreyingu til að stunda með fjölskyldunni. Hann segir hjólreiðar líka vera góða hreyfingu almennt og telur að margt fólk sjái fyrir sér að ferðast innanlands í sumar og stunda hjólreiðar af kappi.

Nú hefur myndast röð fyrir utan verslunina marga daga í röð, aðspurður hvort það sé ekkert að róast hjá þeim segir Snorri: „Nei, það er ekkert að róast. Það er ennþá röð fyrir utan og við erum með slatta af óafgreiddum netpöntunum. Sem betur fer sýna viðskiptavinir okkar því skilning og bíða þolinmóðir aðeins lengur en venjulega.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -