Rannsókn tæknideildar lögreglunnar á brunanum í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 bendir til að eldsupptök hafi verið af mannavöldum. Þetta kom fram á upplýsingafundi um brunann sem hófst klukkan 17.30 í dag.
Þar svöruðu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn spurningum.
Þar kom einnig fram að karlmaðurinn sem handtekinn var í gær í Rússneska sendiráðinu í tengslum við brunanna var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur nú síðdegis. Dómari féllst á kröfu lögreglu um vikulangt gæsluvarðhald.
Um mann á sjötugsaldri er að ræða. Sá var íbúi í húsinu og hefur lögregla rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað í kringum vistarverur þess handtekna.
Rannsókn lögreglu á brunavettvangi hófst formlega eftir að slökkviliðið hafði lokið þar störfum um hálffjögurleytið í nótt. „Við teljum okkur geta fullyrt að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir.
Ekki voru gefnar upp frekari upplýsingar um eldsupptök en málið er rannsakað sem sakamál að sögn Ásgeirs.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/06/ml2006266356-2-of-6-387x580-1.jpg)
Sjá einnig: Þrír látnir og tveir á gjörgæslu