Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Rökstuddur grunur um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsókn tæknideildar lögreglunnar á brunanum í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 bendir til að eldsupptök hafi verið af mannavöldum. Þetta kom fram á upplýsingafundi um brunann sem hófst klukkan 17.30 í dag.

Þar svöruðu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn spurningum.

Þar kom einnig fram að karlmaðurinn sem handtekinn var í gær í Rússneska sendiráðinu í tengslum við brunanna var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur nú síðdegis. Dómari féllst á kröfu lögreglu um vikulangt gæsluvarðhald.

Um mann á sjötugsaldri er að ræða. Sá var íbúi í húsinu og hefur lögregla rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað í kringum vistarverur þess handtekna.

Rannsókn lögreglu á brunavettvangi hófst formlega eftir að slökkviliðið hafði lokið þar störfum um hálffjögurleytið í nótt. „Við teljum okkur geta fullyrt að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir.

Ekki voru gefnar upp frekari upplýsingar um eldsupptök en málið er rannsakað sem sakamál að sögn Ásgeirs.

- Auglýsing -
Húsið er gjörónýtt eftir brunann. Mynd / Hallur Karlsson

Sjá einnig: Þrír látnir og tveir á gjörgæslu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -