Menn ruddust inn í íbúð í Kópavogi í dag og réðust þar á húsráðanda, hótuðu honum og bundu hann niður.
Í framhaldinu tóku mennirnir muni og verðmæti á borð við greiðslukort og lyf. Fóru þeir svo af vettvangi og hótuðu að snúa aftur.
Maðurinn náði að losa sig og óskaði eftir því að lögregla kæmi á vettvang, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
Segir þar að mennirnir hafi snúið aftur áður en lögregla kom á vettvang. Er þeir heyrðu að lögregla væri á leiðinni forðuðu þeir sér.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.