- Auglýsing -
Stórglæsilegt hönnunarhús í suðurhlíðum Hafnarfjarðar í Setbergslandinu með frábæru útsýni til austurs, suðurs og vesturs. Húsið hefur oft verið kennt við Rúllutertu vegna útlit hönnunarinnar og er húsið til sölu á 120 milljónir.
Eignin 286.2 fm samkvæmt FMR og skiptist í þrjár hæðir auk bílskúrs og er sérinngangur á hverri hæð.
Húsið er teiknað af Vífli Magnússyni og hefur fengið verulega athygli fólks í gegnum tíðina.
Aðeins einn eigandi hefur verið á húsinu frá upphafi og hentar vel fyrir stórfjölskylduna.