Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Rúmlega 20 milljónum verið úthlutað til 645 Grindvíkinga: „Ómetanlegt að eiga svona góða granna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Úthlutun úr neyðarsöfnun Færeyinga fyrir Grindavík heldur áfram en um helmingur fjárins hefur verið úthlutað.

Rauði krossinn sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem fram kemur að úthlutun úr neyðarsöfnun í Færeyjum fyrir Grindvíkinga er vel á veg komin en Rauði krossinn hefur fengið tæplega 10. milljón króna framlag frá Rauka krossinum í Færeyjum. Alls hefur Rauði krossinn á Íslandi nú úthlutað alls rétt rúmlega 20 milljónum króna til Grindvíkinga.

Fram kemur í fréttatilkynningunni að Rauði krossinn í Færeyjum hafi haft samband við Rauða krossinn á Íslandi og boðið fram stuðning við söfnunina, því þau vildu leggja sitt af mörkum til að styðja Grindvíkinga á þessum erfiðu tímum. Því hafi verið ákveðið að blása til söfnunar og er nú afrakstur hennar nú kominn til skila til Rauða krossins á Íslandi.

„Rauði krossinn á Íslandi er afar þakklát systurfélagi sínu í Færeyjum, enda er ómetanlegt að eiga svona góða granna, sem rétta fram hjálparhönd óumbeðnir,“ segir í fréttatilkynningunni.

Þá segir einnig í fréttatilkynningunni að alls hafi Rauði krossinn á Íslandi safnað rúmlega 41 milljón króna en að söfnunin sé enn í fullum gangi. Af þeirri upphæð hefur rétt ríflega 20 milljónum króna verið úthlutað til 642 Grindvíkinga. Úthlutunin er enn yfirstandandi og heldur áfram þar til öllu söfnunarfénu hefur verið komið í hendur Grindvíkinga, að undanskildum kostnaði við söfnunina, sem, samkvæmt Rauða krossinum er vel innan við 1 prósent af heildarupphæðinni.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -