Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Rúmlega 76 prósent lesenda hafa slæma reynslu af innheimtufyrirtækjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eflaust þykir fáum sérstaklega gefandi að fá reikninga og innheimtur. Það þarf þó ekki að þýða að starfshættir innheimtufyrirtækja eða samskipti þeirra við greiðendur séu ámælisverð.

Yfir 76 prósent lesenda Mannlífs virðast þó ekki segja farir sínar sléttar af samskiptum við slík fyrirtæki.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hafa sumir slæma sögu að segja af innheimtufyrirtækjum, að svör frá þeim hafi borist seint og illa, umdeildir reikningar hafi farið í löginnheimtu og safnað kostnaði, á meðan reynt var að greiða úr málum varðandi reikning á milli málsaðila og þar fram eftir götunum.

Neytendur upplifa sig gjarnan á milli steins og sleggju í slíkum tilfellum, þar sem þeir verða að velja á milli þess að greiða reikning sem þeir telja rangan eða ekki eiga rétt á sér yfir höfuð, eða að reyna að fá úr málunum skorið og eftir atvikum leggja fram kæru til viðeigandi nefnda, á meðan reikningurinn safnar dráttarvöxtum og öðrum kostnaði. Samkvæmt heimildum Mannlífs hafa neytendur orðið fyrir því að lánshæfismat þeirra hjá Creditinfo lækki niður í „ruslflokk“ meðan á slíku stendur.

Í nýjustu skoðanakönnun Mannlífs voru lesendur því spurðir hver reynsla þeirra af Motus eða öðrum innheimtufyrirtækjum væri.

Svörin voru afgerandi.

- Auglýsing -

Yfir 76 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni segja reynslu sína af innheimtufyrirtækjum slæma, þegar niðurstöður eru skoðaðar upp úr hádegi í dag.

Rúmlega 13 prósent hafa góða reynslu af slíkum fyrirtækjum, á meðan rúm 10 prósent svara með „hvorki né“.

- Auglýsing -

 

Rétt er að benda á að það að fá senda rukkun eða innheimtu á reikningi þýðir ekki að reynslan af innheimtufyrirtækinu þurfi að vera slæm. Hér er átt við hvort neytendur geti horft sáttir á framgöngu þess aðila sem fer með milligöngu um innheimtur frá kröfuhafa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -