Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Rúmlega 91 prósent telja illa hafa verið staðið að sölunni á Íslandsbanka: „Ógeðslegt svindl“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikið fjaðrafok hefur verið í samfélaginu undanfarið vegna sölunnar á Íslandsbanka en framkvæmd sölunnar hefur verið harðlega gagnrýnd úr mörgum áttum. Fyrir helgi birti Mannlíf skoðanakönnun þar sem spurt var: „Trúir þú að rétt hafi verið staðið að sölu á hlut í Íslandsbanka?“

Niðurstöðurnar voru afgerandi. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 91,4 prósent lesenda svarað neitandi; að þeir telji að ekki hafi verið rétt staðið að sölunni á hlut ríkisins í bankanum. Einungis 6,7 prósent telja söluna hafa farið fram með réttum hætti. Tæp 2 prósent sögðust ekki viss.

Niðurstöður skoðanakönnunarinnar.

Þegar athugasemdakerfið undir skoðanakönnuninni á Facebook er skoðað má sjá að ýmsir hafa sagt skoðun sína á málinu og er sumum heitt í hamsi.

„Ógeðslegt svindl og svínarí,“ skrifar einn lesandi.

„Sá t.d. aldrei auglýst hvenær útboð átti að fara fram, hefði viljað kaupa hlut sko,“ segir annar lesandi og bendir þar með réttilega á að sumir fjárfestarnir hafi verið ansi smáir og því tæplega réttlætanlegt að mati margra að almennum borgurum hafi ekki boðist að fjárfesta fyrir sömu upphæðir.

„Klíkuskapurinn ríður ekki við einteyming á þessum bæ,“ skrifar annar.

- Auglýsing -

Einn lesandi telur að rétt hefði verið að ráðfæra sig við eigendur hlutarins í Íslandsbanka, áður en ráðist var í sölu. „Það átti að gera könnun meðal eigenda bankans, þ.e þjóðarinnar, áður en farið var í ferlið og spyrja hvort selja ætti bankann yfir höfuð. Ég hefði sagt nei, allavega ef BB væri með ferlið í sínum þjófakrumlum.“

Annar lesandi bendir á ágætis þumalputtareglu: „Aldrei rétt að handvelja gæðinga.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -